Segulprent

 

Seguldúka getur verið hentugt að nota þegar merkja á flöt í takmarkaðan tíma og eða skipta merkingunni á milli staða.

Seguldúkur getur þó verið lausn sem nýtist í lengri tíma þar sem viðloðunin er mikil og endingin góð. Vinsælt hefur verið að prenta segulmottur á t.d. ísskápa eða sendibíla svo eitthvað sé nefnt.

Ekki hika við að leita til okkar með spurningar. Við erum með svörin – alltaf.

 

Það eru endalausir möguleikar þegar kemur að seglum, við prentum allar þínar hugmyndir beint á segul, hvort sem það er á ísskáp, bíla eða önnur segulvæn yfirborð.

 

Sérsniðnir seglar eru gríðarlega vinsælir fyrir auglýsingar og markaðssetningu, ef þú getur fundið einstaka leið til að nota seglana og verið öðruvísi en samkeppnisaðilar þínir þá munt þú vekja athygli. Almenningur tekur eftir herferðum sem eru ekki eðlileg og hafa einstök gæði.

Ekki vera hræddur við að prófa nýjar leiðir með notkun segla, sum fyrirtæki nota segla sem auglýsingar á bílum sínum dags daglega og taka þær af á kvöldin eða um helgar.

Veitingahús & verslanir nota yfirleitt segla á segulplötu við afgreiðsluborð þar sem fólk getur tekið sér segul með sér heim, á seglinum er að finna litlar upplýsingar um fyrirtækið einsog t.d logo, símanúmer, heimasíðu og staðsetningu. Reynt er að halda upplýsingum í lágmarki fólk ætti að geta notað heimasíðu eða símanúmer til þess að nálgast frekari upplýsingar um vörur og þjónustu.

 
 
 
 
 
Settu Instagram myndirnar þínar á segul!
 

Segulmerkingar fyrir bíla einstaklinga eða fyrirtækja sem vilja ekki vera merktir alla daga